Innlent

Borgin lofar 65 milljónum í nýja félagsmiðstöð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um 300 manns tóku þátt í kröfugöngu í morgun þegar Foreldrafélag Austurbæjarskóla, nemendaráð Austurbæjarskóla og Íbúasamtök Miðborgar gengu frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla seinagangi á framkvæmdum við Spennistöðina.

Spennistöðin er autt húsnæði við hlið Austurbæjarskóla. Þar á að rísa félags- og menningarmiðstöð í miðborginni.

Hóparnir óska eftir nægu fjármagni til framkvæmda á næsta ári en fyrir utan Ráðhúsið í Reykjavík tóku þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, á móti hópnum.

Hér má sjá þegar Dagur B. ávarpaði hópinn.

Þar staðfestu þeir að framkvæmdir færu strax af stað á þessu ári og yrði varið tuttugu milljónum í verkefnið til að byrja með.

Á næsta ári koma síðan 45 milljónir í verkefnið að auki.

Hér að ofan er myndband sem tekið var í miðri kröfugöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×