Innlent

„Það eru líka krakkar í miðbænum“ - myndir úr kröfugöngunni

Á þriðja hundrað manns kröfðust þess að félagsmiðstöð yrði opnuð í gamalli spennistöð við Austurbæjarskóla í morgun.

Nemendur úr Austurbæjarskóla, foreldrar þeirra og ættingjar, foreldrafélag Austurbæjarskóla og fleiri þrömmuðu sem leið lá frá Hallgrímskirkju niður í ráðhús og kröfðust þess að framkvæmdir myndu hefjast við spennustöðina. 

Reykjavíkurborg hafði þegar úthlutað 20 milljónum króna í framkvæmdirnar. Börnin í Austurbæjarskóla hrópuðu slagorð og báru skilti sem meðal annars stóð á: „Það eru líka krakkar í miðbænum“.

Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson upplýstu að farið yrði í framkvæmdir á þessu ári og að 45 milljónir króna yrðu settar í framkvæmdirnar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×