Innlent

Þjónusta á fæðingar- og sængurlegudeildum bætt til muna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Með nýrri fæðingardeild og meðgöngu- og sængurlegudeild sem opna 1. mars n.k. verður þjónusta deildanna við skjólstæðinga betri og öflugri en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsspítalanum.

Gert er ráð fyrir að breytingarnar stuðli að fjölgun eðlilegra fæðinga, samfella í umönnun fæðandi kvenna verði meiri og sængurkonur með börn á vökudeild verða nær börnum sínum í sængurlegu. Samhliða verður hægt að bæta aðstöðu og starfsumhverfi með betri nýtingu húsnæðis, um leið og álag á starfsfólk er jafnað.

Í nýju skipulagi felst að fæðingardeild og fæðingarhluti Hreiðurs munu sameinast í nýja fæðingardeild og meðgöngu- og sængurkvennadeild og sængurleguhluti Hreiðurs mun sameinast í nýja meðgöngu- og sængurlegudeild.

„Þessi þjónusta hefur verið mikilvægur valkostur fyrir fæðandi konur og það er markmið okkar að  standa vörð um eðlilegar fæðingar á nýrri fæðingardeild.  Mikilvægi þess er óumdeilt og er megináhersla  okkar stjórnenda og starfsfólks að ná þessu markmiði,“ segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir, í fréttatilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×