Hreyfing komin á síldina Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2013 16:37 Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira