Hreyfing komin á síldina Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2013 16:37 Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“ Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Fyrstu upplýsingar af vettvangi í Kolgrafafirði gefa til kynna að síldarsmölun Landhelgisgæslunnar sé að skila árangri. Eggert Magnússon, vettvangsstjóri, segir að þó gangi hægt. „Þetta mjakast, menn þurfa að fikta sig áfram með þetta.“ Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar byrjaði að sprengja í firðinum um þrjú leytið í dag. Tilgangur sprenginganna er að fæla síld úr firðinum. Notast er við svokallað „Thunderflash“ til verksins, en það eru litlar hvellhettur eða smásprengjur sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara úr sjóum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru á þremur léttabátum á firðinum og þeim til aðstoðar eru tíu léttabátar frá síldveiðiskipum á svæðinu. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar fyrr í dag voru um 70.000 þúsund tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði. Síðasta vetur drápust um 50.000 tonn af síld í firðinum í tveimur tilvikum. Smásprengjurnar framkalla hávaða og titring neðansjávar en líklega mun enginn verða vart við neitt á yfirborðinu. „Smölun síldar með thunderflash er aðferð sem var á einum tíma notuð við nótaveiðar en er í dag bönnuð. Nokkrar vonir eru bundnar við að þessi aðferð virki við að koma síldinni á hreyfingu og út úr firðinum en hún er gerð að frumkvæði Hafrannsóknarstofnunar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Búið er að loka gamla veginum inn fjörðinn á meðan á aðgerðinni stendur, en umferð um þjóðveginn er áfram opin. Þó má búast við umferð viðbragðsaðila á svæðinu og takmörkuðum umferðarhraða. Sigurður Ingi Jóhannsson tekur fram í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að honum sé ljóst að nokkur áhætta fygli aðgerðinni þó fyllstu varúðar sé gætt. Hans mat er þó að áhættan af því að aðhafast ekki neitt sé mun meiri og það sé ekki réttlætanlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem séu í húfi. „Íslenski síldarstofninn er okkur afar verðmætur og skilar að líkindum þjóðarbúinu í ár um 12 milljarða í útflutningstekjur,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Vonir standa til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suð-austurland en enn er Breiðafjörður langmikilvægastur fyrir vetrarsetu hans. Í Breiðafirði voru mæld s.l. vetur um 320 þúsund tonn . Síldardauðinn sl. vetur, var metinn um 52 þúsund tonn eða um 10% stofnsins. Þessi afföll úr stofninum voru í raun og veru stórfellt umhverfisslys og sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar meta það svo að lífríki fjarðarins innan brúar sem var, sé nú nánast dautt tæpu ári síðar.“
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira