Innlent

Fjórir dópsalar teknir í borginni

Fjórir fíkniefnasalar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt í þrþemur málum, sem upp komu. Fyrst var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg upp úr klukkan níu í gærkvöldi, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Við leit í bílnum fannst talsvert af fíkniefnum, eins og lögregla orðar það, og við húsleit hjá honum og farþega hans fundust einnig fíkniefni. Lögregla tilgreinir ekki magnið að svo stöddu.

Laust fyrir klukkan eitt í nótt var svo maður handtekinn á heimili sínu í Kópavogi grunaður um fíkniefnasölu. Þar fundust fíkniefni og ætlaður söluhagnaður í peningum. Loks var bíll stöðvaður á Sæbraut um tvö leitið þar sem afturljós bílsins voru óvirk. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum fíkniefna og við nánari athugun fundust fíikniefni í bílnum og  kviknaði grunur um að ökumaðurinn stundaði fíkniefnasölu.

Allt þetta fólk gistir fangageymslur og verður yfirheyrt í dag. Auk þessa voru tveir ökumenn teknir úr umferð í nótt , grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×