Innlent

Sjóðheitur reitur við lyftudyrnar í útvarpshúsinu

Jakob Bjarnar skrifar
Gólfið fyrir framan lyfturnar getur reynst útvarpsstjórum viðsjárverður staður eins og sagan sýnir.

Vísir birti í gær myndbandsupptöku af því þegar til harkalegra orðaskipta kom milli Páls Magnússonar útvarpsstjóra og nokkurra starfsmanna Ríkisútvarpsins; Helga Seljans, Margrétar Blöndal og Hallgríms Thorsteinssonar. Vettvangur þeirrar rimmu var fyrir framan lyftuna í útvarpshúsinu.

Nema, þar hafa útvarpsstjórar áður komist í hann krappann – meðan þeir bíða eftir lyftunni sem getur verið helst til hæggeng. Þannig gustaði um Ríkisútvarpið í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar. Starfsmenn Ríkisútvarpsins voru upp til hópa afar ósáttir við gang mála og útvarpsstjóri, sem þá var Markús Örn Antonsson, átti í vök að verjast á starfsmannafundi. Þar sem hann var að bíða eftir lyftunni sveif fréttamaður Stöðvar 2, sem þá var Brynja Þorgeirsdóttir, á Markús Örn og spurði hann um eitt og annað sem sneri að þessari umdeildu ráðningu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði fannst Markúsi lyftan heldur sein í svifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×