Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 43,1% í nýrri könnun frá MMR. Í síðustu könnun mældist stuðningurinn 44,6%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 26,8% en 28,4% í síðustu könnun. Björt framtíð mældist næst stærsti flokkurinn með 15,2% og stækkar við sig um 0,7 prósentustig. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 15,0%, borið saman við 16,3% í síðustu mælingu MMR.

Fygli Samfylkingarinnar mældist 13,8% og hefur lækkað um 0,5%. Vinstri-græn mældust nú með 12,6% fylgi samanborið við 11,0% síðast og Pírataflokkurinn mældist með 9,0% og hefur þá bætt við sig 1,7 prósentustigi á milli mælinga.

Dögun mældist með 2,4% fylgi, Hægri grænir með 1,8% fylgi, Flokkur heimilanna með 1,3% fylgi, Lýðræðisvaktin með 0,9% fylgi, Regnbogaflokkurinn með 0,5% fylgi og Sturla Jónsson með 0,5% fylgi.

Könnunin var framkvæmd á dögunum 26. – 28. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×