Vill leggja Listaháskólann niður í núverandi mynd Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2013 16:47 Mynd/Stefán Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður, gagnrýnir Listaháskóla Íslands í viðtali í Nýju lífi sem kom út í gær og segist vilja leggja hann niður í núverandi mynd. Í viðtalinu gagnrýnir hún einnig fyrrverandi rektor skólans, Hjálmar Ragnarsson. Gagnrýni hennar á háskólann snýr að rýru vöruhönnunarnámi og ófaglegum ráðningum. Sigríður hefur kennt í yfir 20 háskólum og einnig gegnt stjórnunarstöðum stærstu hönnunarfyrirtækjum heims. Í viðtalinu lýsir Sigríður skoðunum sínum á vöruhönnunarnámi skólans og segir það ekki undirbúa nemendur nægilega vel undir atvinnulífið. Segir hún að hönnunarbrautir og arkitektúr LHÍ megi flytja undir Háskólann í Reykjavík. „Ég sé enga glóru í því að starfrækja sjö háskóla á þessu litla landi. Svo mætti flytja myndlistina í Háskóla Íslands við hliðina á heimspekinni.“ Sigríður hefur sótt um starf hjá skólanum þrisvar sinnum en ekki fengið starf. Segir hún að Hjálmar hafi sniðgengið sig. „Þar sem þetta gerðist stuttu áður en hann hætti er ekki hægt að hanka hann á ófaglegri ráðningu eða veita honum áminningu.“ Nú hefur Sigríður ráðið sig í stjórnunarstöðu við höfuðstöðvar IKEA. „Stuttu eftir að ég flutti til Íslands var auglýst staða fagstjóra við vöruhönnunardeild skólans. Ég sótti um og lýsti því hvernig mér þætti þurfa að breyta fyrirkomulagi námsins. Á endanum var umsókn minni um starfið hafnað en mér sagt að skólinn vildi endilega nota mig í kennslu. Í kjölfarið hafði ég samband við þáverandi rektor og bað um rökstuðning fyrir því hvers vegna ég hafi ekki verið ráðin. Þá barst mér kuldalegt svar, að þeim bæri engin skylda til að rökstyðja sínar ákvarðanir.“ Síðar sótti Sigríður um hálfa stöðu lektors við vöruhönnunardeild og segist hún í viðtalinu vera fyllilega hæf í það starf. „En í staðinn var ráðinn tiltölulega nýútskrifaður hönnuður. Þetta er svo grátbroslegt,“ segir Sigríður. Henni þykir kaldhæðnilegt að eftir tilraunir umsóknir hennar var hún í hópi fimm, sem þóttu hæfastir um rektorstöðu við skólann. Hún dró þá umsókn til baka áður en ráðið var í starfið. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður, gagnrýnir Listaháskóla Íslands í viðtali í Nýju lífi sem kom út í gær og segist vilja leggja hann niður í núverandi mynd. Í viðtalinu gagnrýnir hún einnig fyrrverandi rektor skólans, Hjálmar Ragnarsson. Gagnrýni hennar á háskólann snýr að rýru vöruhönnunarnámi og ófaglegum ráðningum. Sigríður hefur kennt í yfir 20 háskólum og einnig gegnt stjórnunarstöðum stærstu hönnunarfyrirtækjum heims. Í viðtalinu lýsir Sigríður skoðunum sínum á vöruhönnunarnámi skólans og segir það ekki undirbúa nemendur nægilega vel undir atvinnulífið. Segir hún að hönnunarbrautir og arkitektúr LHÍ megi flytja undir Háskólann í Reykjavík. „Ég sé enga glóru í því að starfrækja sjö háskóla á þessu litla landi. Svo mætti flytja myndlistina í Háskóla Íslands við hliðina á heimspekinni.“ Sigríður hefur sótt um starf hjá skólanum þrisvar sinnum en ekki fengið starf. Segir hún að Hjálmar hafi sniðgengið sig. „Þar sem þetta gerðist stuttu áður en hann hætti er ekki hægt að hanka hann á ófaglegri ráðningu eða veita honum áminningu.“ Nú hefur Sigríður ráðið sig í stjórnunarstöðu við höfuðstöðvar IKEA. „Stuttu eftir að ég flutti til Íslands var auglýst staða fagstjóra við vöruhönnunardeild skólans. Ég sótti um og lýsti því hvernig mér þætti þurfa að breyta fyrirkomulagi námsins. Á endanum var umsókn minni um starfið hafnað en mér sagt að skólinn vildi endilega nota mig í kennslu. Í kjölfarið hafði ég samband við þáverandi rektor og bað um rökstuðning fyrir því hvers vegna ég hafi ekki verið ráðin. Þá barst mér kuldalegt svar, að þeim bæri engin skylda til að rökstyðja sínar ákvarðanir.“ Síðar sótti Sigríður um hálfa stöðu lektors við vöruhönnunardeild og segist hún í viðtalinu vera fyllilega hæf í það starf. „En í staðinn var ráðinn tiltölulega nýútskrifaður hönnuður. Þetta er svo grátbroslegt,“ segir Sigríður. Henni þykir kaldhæðnilegt að eftir tilraunir umsóknir hennar var hún í hópi fimm, sem þóttu hæfastir um rektorstöðu við skólann. Hún dró þá umsókn til baka áður en ráðið var í starfið.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira