Enski boltinn

Mark Hughes er fimmtugur í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes í leik með Manchester United á Wembley.
Mark Hughes í leik með Manchester United á Wembley. Mynd/NordicPhotos/Getty
Mark Hughes heldur upp á fimmtugs afmæli sitt í dag en þessi fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Stoke City, fæddist í Wales 1. nóvember 1963.

Hughes er upptekinn af því á afmælidaginn að undirbúa lið Stoke City fyrir leik á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Stoke City hefur unnið 2 af 9 fyrstu leikjum sínum og situr í 17. sætinu sem er síðasta örugga sætið í deildinni.

Mark Hughes eða "Sparky" eins og hann er stundum kallaður lék á sínum tíma fyrir risaklúbba eins og Manchester United, Barcelona, Bayern München og Chelsea en hann hefur einnig reynt ýmislegt sem knattspyrnustjóri.

Stoke City er sjötta liðið sem hann stýrir en hann byrjaði þjálfaraferilinn með að taka við velska landsliðinu þegar hann var einn að spila. Hughes hefur síðan stýrt  Blackburn Rovers, Manchester City, Fulham og Queens Park Rangers.

Mark Hughes vann sex stóra titla með Manchester United en hann varð ensku meistari 1993 og 1993, enskur bikarmeistari 1985, 1990 og 1994 og vann síðan Evrópukeppni bikarhafa 1991 þar sem að hann skoraði bæði mörk United í úrslitaleiknum á móti Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×