Enski boltinn

Manchester City skoraði sjö mörk á móti Norwich

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Manchester City sundurspilaði Norwich á Etihad leikvanginum í dag þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. City-menn skoruðu sjö mörk og þau hefðu auðveldlega getað mun fleiri svo voru yfirburðirnir.

Sergio Agüero var maðurinn á bak við þrjú af fyrstu fjórum mörkum Manchester City og skoraði síðan það sjötta sjálfur en þetta var hann hundraðasti leikur fyrir félagið.

Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark á 16. mínútu eftir skot Sergio Agüero og Agüero lagði upp annað markið á 20. mínútu fyrir David Silva.

Matija Nastasić skoraði þriðja markið á 25. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Samir Nasri og Álvaro Negredo bætti því fjórða við á 36. mínútu eftir frábæra sókn og sendingu Agüero.

Yaya Touré skoraði fimmta markið beint úr aukaspyrnu og þeir Sergio Agüero og Edin Džeko bættu síðan við mörkum.

Costel Pantilimon stóð í marki Manchester City í dag í stað Joe Hart og hélt marki sínu hreinu.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×