Enski boltinn

Mark markvarðarins dugði ekki Stoke - úrslitin í enska boltanum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Asmir Begović horfir á eftir skotinu sínu.
Asmir Begović horfir á eftir skotinu sínu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Hull og West Bromwich Albion unnu bæði góða heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í dag en bæði lið höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum.  Mark dagsins skoraði Asmir Begović, markvörður Stoke.

Manchester-liðin voru bæði í ham og unnu örugga sigra í leikjum sínum en Manchester City skoraði sjö mörk á heimavelli á móti Norwich.

Hull vann 1-0 sigur á sjálfsmarki Carlos Cuellar á 25. mínútu en Saido Berahino og Gareth McAuley skoruðu mörk West Brom í 2-0 sigri á Crystal Palace. Sunderland endaði leikinn tveimur mönnum færri því bæði Lee Cattermole og Andrea Dossena fengu rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Newcastle vann 2-0 sigur á Chelsea í hádegisleiknum og seinna í kvöld mætast Arsenal og Liverpool í stórleik helgarinnar.

Asmir Begović, markvörður Stoke, skoraði yfir allan völlinn eftir aðeins fjórtán sekúndna leik en það nægði ekki því Jay Rodriguez jafnaði metin í lok fyrri hálfleiks.

Begović var fimmti markvörðurinn í sögunni til að skora mark í ensku úrvalsdeildinni.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Newcastle - Chelsea    2-0

1-0 Yoan Gouffran (68.), 2-0 Loïc Remy (89.)

West Ham - Aston Villa     0-0

Stoke - Southampton 1-1

1-0 Asmir Begović (1.), 1-1 Jay Rodriguez (42.)

Manchester City - Norwich  7-0    

1-0 Sjálfsmark (16.), 2-0 David Silva (20.), 3-0 Matija Nastasić (25.), 4-0 Álvaro Negredo (36.), 5-0 Yaya Touré (60.), 6-0 Sergio Agüero (71.), 7-0 Edin Džeko (86.)

Hull - Sunderland 1-0

1-0 Sjálfsmark (25.)

Fulham - Manchester United 1-3

0-1 Antonio Valencia (9.), 0-2  Robin van Persie (20.), 0-3 Wayne Rooney (22.), 1-3 Alex Kačaniklić (65.).

West Brom - Crystal Palace 2-0     

1-0 Saido Berahino (44.), 2-0 Gareth McAuley (83.)



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×