Innlent

Sandstormur á Skeiðarársandi - ferð Herjólfs fellur niður

MYND/Arnþór
Sandstormur er á Skeiðarársandi og varar Vegagerðin ökumenn við honum og sömuleiðis við óveðri undir Eyjafjöllum og á Reynisfjalli, þar sem er þæfingsferð er á vegum. Skólaakstur hefur verið felldur niður á svæðinu.

Það er skafrenningur á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði og vetrarfæri er í öðrum landshlultum, en víðast fært. Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður vegna mikillar ölduhæðar í Landeyjahöfn.

Næsta athugun er klukkan tíu, en ölduspá fyrir Landeyjahöfn er óhagstæð í allan dag, en fært er til Þorlákshafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×