Enski boltinn

Henderson vill senda skýr skilaboð

Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Það er farið að styttast í toppslag Arsenal og Liverpool en uppgjör liðanna fer fram um næstu helgi. Bæði lið hafa byrjað tímabilið frábærlega og sitja í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal er þó á toppnum og Liverpool þarf því að sækja til sigurs ef liðið ætlar sér að komast á toppinn.

"Sjálfstraustið er mjög gott hjá okkur. Við getum enn bætt okkar leik og við ætlum okkur að verða betri," sagði Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool.

"Bæði lið hafa verið á flugi og ég held að þetta verði góður leikur. Ef við vinnum þá sendum við út skýr skilaboð um að við séum mættir til leiks í toppbaráttuna þar sem við ætlum okkar stóra hluti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×