Innlent

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn eykst

Boði Logason skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú um tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu MMR. Sömu sögu er að segja af fylgi Vinstri Grænna en stuðningur við Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn minnkar.

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 25. til 29. október. Einstaklingar, 18 og eldri, voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 1034 svöruðu.

„Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,6%, borið saman við 26,5% í síðustu mælingu. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,5%, borið saman við 17,3% í síðustu mælingu. Vinstri-græn mældust nú með 14,8% fylgi, borið saman við 12,6% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 13,2%, borið saman við 15,4% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 12,1% fylgi, borið saman við 12,2% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 8,4% fylgi, borið saman við 7,7% í síðustu mælingu,“ segir á heimasíðu MMR.

Þá mælist stuðningur við ríkisstjórnina 44,8% en mældist 44,0% í síðustu könnun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×