Enski boltinn

Magnað mark frá Gylfa í bikarnum | Tottenham 1-0 yfir gegn Hull

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi fagnar hér marki með Tottenham fyrr á tímabilinu
Gylfi fagnar hér marki með Tottenham fyrr á tímabilinu nordicphotos/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Tottenham Hotspur, er í byrjunarliðinu gegn Hull City Tigers í enska deildarbikarnum í kvöld og hann var ekki lengi að þakka stjóranum sætið en miðjumaðurinn skoraði ótrúlegt mark eftir rúmlega korters leik.

Gylfi fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og þrumaði honum í markið alveg óverjandi fyrir markvörð Hull City.

Staðan er 1-0 fyrir Tottenham þegar hálftími er liðin af leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×