Innlent

Jólaljós tendruð í Grundarfirði

Samúel karl Ólason skrifar
jólaljós voru kveikt í Grundarfirði til að lýsa upp skammdegið.
jólaljós voru kveikt í Grundarfirði til að lýsa upp skammdegið. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson
Snjó kyngdi niður í Grundarfirði á Snæfellsnesi í dag mikil umræða myndaðist um hve jólalegt væri orðið í bænum. Íbúar eins húss ákváðu að kveikja á jólaljósunum í tilefni umræðunnar. „Það var búið að tala svo mikið um það á Facebook í dag, hvað allt væri orðið jólalegt. Ég tók skrefið til að gera þetta jólalegra og lýsa upp skammdegið,“ segir Jón Frímann Eiríksson eigandi hússins.

Þetta verður að teljast í fyrra lagi sem kveikt er á jólaljósum en Jón segir að líklega verði bara tímabundið kveikt á ljósunum þar til kveikt verður á þeim endanlega fyrir jólin. „Yfirleitt kveiki ég ekki á ljósunum fyrr en 1. desember. Þetta verður nú bara í einn eða tvo daga held ég.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×