Enski boltinn

Gylfi: Var farinn að undirbúa mig fyrir aðra spyrnu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Þór í leiknum í gær.
Gylfi Þór í leiknum í gær. nordicphotos/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði magnað mark er Tottenham komst áfram í 8-liða úrslit enskadeildarbikarsins í gær eftir magnaðan sigur á Hull City á White Hart Lane.

Gylfi skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti fyrir utan teig en rétt áður hafði hann lagt boltann fyrir sig meistaralega. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan enn jöfn 2-2.

Tottenham vann leikinn eftir bráðabana í vítaspyrnukeppni og skoraði Gylfi einnig fyrsta mark Spurs í vítakeppninni.

„Við höfðum góð tök á þessum á leik og í lokin var þetta sanngjörn niðurstaða,“ sagði Gylfi í viðtali eftir leikinn.

„Ég hitt boltann vel í markinu og sem betur fer náði markvörður Hull ekki að verja.“

Tottenham vann vítaspyrnukeppnina 8-7 og gekk erfilega að skera úr um sigurvegarann. Það styttist því alltaf í það að Gylfi þyrfti að taka aðra spyrnu.

„Ég fór að undirbúa mig fyrir að taka aðra spyrnu, það virtist enginn ætla að misnota spyrnu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×