Brú skipsins alelda - Öllum skipverjum bjargað Jón Júlíus Karlsson skrifar 30. október 2013 13:55 Þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrir stundu öllum 11 skipverjum flutningaskipsins Fernanda. Eldur kom í vélarrúmi skipsins og var brú skipsins alelda þegar þyrla gæslunnar kom á staðinn. Skipið er staðsett 20 sjómílum suður af Vestmannaeyjum. Skipverjarnir verða fluttir til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Marine Traffic þá átti skipið að koma til hafnar í Hafnarfirði á morgun. Þar átti skipið að sækja farm af minkafóðri til útflutnings til Danmerkur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skipið Fernanda lendir í hrakningum við Ísland. Það strandaði í innsiglingunni í Sandgerði í maí á síðasta ári. Fernanda er skráð í Dóminíska lýðveldinu. Skipið er orðið vélarvana og er veður á svæðinu mjög slæmt. Eyjafréttir greina frá því að Björgunarbáturinn Þór hafi lagt ag stað með björgunarsveitarmenn og hafsögubáturinn Lóðsinn fylgir með í kjölfarið með slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, m.a. með búnað til reykköfunar. Slökkviliðsmenn freista þess að slökkva eldinn. Haugasjór er úti fyrir Vestmannaeyjum þessa stundina. Á Stórhöfða er vindhraði 27 m/s og hafa hviðurnar mest farið í 34 m/s. Ölduhæð við Surtsey er 4,2 metrar og því tekur tíma að komast á slysstað.Hér má finna viðtal við Ásgrím Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, þar sem hann lýsir hinni giftusamlegu björgun áhafnarinnar.Fernanda er staðsett 18 sjómílum frá Vestmannaeyjum. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrir stundu öllum 11 skipverjum flutningaskipsins Fernanda. Eldur kom í vélarrúmi skipsins og var brú skipsins alelda þegar þyrla gæslunnar kom á staðinn. Skipið er staðsett 20 sjómílum suður af Vestmannaeyjum. Skipverjarnir verða fluttir til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum af vefsíðunni Marine Traffic þá átti skipið að koma til hafnar í Hafnarfirði á morgun. Þar átti skipið að sækja farm af minkafóðri til útflutnings til Danmerkur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skipið Fernanda lendir í hrakningum við Ísland. Það strandaði í innsiglingunni í Sandgerði í maí á síðasta ári. Fernanda er skráð í Dóminíska lýðveldinu. Skipið er orðið vélarvana og er veður á svæðinu mjög slæmt. Eyjafréttir greina frá því að Björgunarbáturinn Þór hafi lagt ag stað með björgunarsveitarmenn og hafsögubáturinn Lóðsinn fylgir með í kjölfarið með slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, m.a. með búnað til reykköfunar. Slökkviliðsmenn freista þess að slökkva eldinn. Haugasjór er úti fyrir Vestmannaeyjum þessa stundina. Á Stórhöfða er vindhraði 27 m/s og hafa hviðurnar mest farið í 34 m/s. Ölduhæð við Surtsey er 4,2 metrar og því tekur tíma að komast á slysstað.Hér má finna viðtal við Ásgrím Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, þar sem hann lýsir hinni giftusamlegu björgun áhafnarinnar.Fernanda er staðsett 18 sjómílum frá Vestmannaeyjum.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira