Björt framtíð fram um land allt Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2013 11:20 Guðmundur Steingrímsson: Við skipum á stjórnarfundi nefnd, sem heitir Nefndin, og hún er uppstillingarnefnd. mynd/Stefán Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að stillt verði upp á lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn ætlar að bjóða fram um land allt. Þegar Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti í gær að hann ætli ekki fram á ný þýddi það að Besti flokkurinn er fyrir bý sem slíkur og gengur inn í Bjarta framtíð. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, sækist eftir 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í komandi borgarstjórnarkosningum og Einar Örn Benediktsson vill setjast í það áttunda, sem hann segir baráttusætið. Guðmundur Steingrímsson er formaður Bjartrar framtíðar. Hvernig hyggst flokkurinn haga sínum framboðsmálum?„Eins og við gerðum fyrir framboðið á landsvísu. Við erum með einfaldan strúktúr í kringum þetta. Við skipum á stjórnarfundi nefnd, sem heitir Nefndin, og hún er uppstillingarnefnd. Hún tekur viðtal við fullt af fólki, heyrir í fólki og fólk meldar sig við hana. Svo gerir Nefndin tillögu að framboðslista og sú tillaga er lögð fyrir félagsfund eða stjórn eftir atvikum, samþykkt eða synjað. Þetta gekk mjög vel fyrir alþingiskosningarnar hjá Bjartri framtíð. Þetta er ákveðið form sem byggir á því að tala við fólk og heyra í fólki.“ Guðmundur segir þennan strúktúr verða við hafðan í borginni. Hann telur þetta, það að Besti flokkurinn gangi inn í Bjarta framtíð, ekki breyta eðli Bjartrar framtíðar. „Nei, alls ekki. Það hefur verið mjög náið samstarf milli fólksins í Besta flokknum og Bjartrar framtíðar. Það er fólk í Besta flokknum ásamt öðru fólki sem hafði frumkvæði að því að stofna Bjarta framtíð. Það er í sjálfu sér bara verið að innsigla það góða samband allt saman. Eina sem breytti áætlunum Bjartrar framtíðar er ákvörðun sem tekin var á síðasta stjórnarfundi í vor; að bjóða fram á sveitarstjórnarstiginu. Við höfðum ekki gert út um það fyrr en það. Nú blasir það við sem skynsamlegt og gott skref og við erum að undirbúa það nú út um allt land.“Hvenær var þér kunnugt um að Jón tæki þá ákvörðun sem hann svo tilkynnti um í gær? „Seint. Eins og öllum. Jón tók sér góðan tíma í að hugsa þetta. Og maður veit aldrei almennilega hvað Jón ætlar að gera.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að stillt verði upp á lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Flokkurinn ætlar að bjóða fram um land allt. Þegar Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti í gær að hann ætli ekki fram á ný þýddi það að Besti flokkurinn er fyrir bý sem slíkur og gengur inn í Bjarta framtíð. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, sækist eftir 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í komandi borgarstjórnarkosningum og Einar Örn Benediktsson vill setjast í það áttunda, sem hann segir baráttusætið. Guðmundur Steingrímsson er formaður Bjartrar framtíðar. Hvernig hyggst flokkurinn haga sínum framboðsmálum?„Eins og við gerðum fyrir framboðið á landsvísu. Við erum með einfaldan strúktúr í kringum þetta. Við skipum á stjórnarfundi nefnd, sem heitir Nefndin, og hún er uppstillingarnefnd. Hún tekur viðtal við fullt af fólki, heyrir í fólki og fólk meldar sig við hana. Svo gerir Nefndin tillögu að framboðslista og sú tillaga er lögð fyrir félagsfund eða stjórn eftir atvikum, samþykkt eða synjað. Þetta gekk mjög vel fyrir alþingiskosningarnar hjá Bjartri framtíð. Þetta er ákveðið form sem byggir á því að tala við fólk og heyra í fólki.“ Guðmundur segir þennan strúktúr verða við hafðan í borginni. Hann telur þetta, það að Besti flokkurinn gangi inn í Bjarta framtíð, ekki breyta eðli Bjartrar framtíðar. „Nei, alls ekki. Það hefur verið mjög náið samstarf milli fólksins í Besta flokknum og Bjartrar framtíðar. Það er fólk í Besta flokknum ásamt öðru fólki sem hafði frumkvæði að því að stofna Bjarta framtíð. Það er í sjálfu sér bara verið að innsigla það góða samband allt saman. Eina sem breytti áætlunum Bjartrar framtíðar er ákvörðun sem tekin var á síðasta stjórnarfundi í vor; að bjóða fram á sveitarstjórnarstiginu. Við höfðum ekki gert út um það fyrr en það. Nú blasir það við sem skynsamlegt og gott skref og við erum að undirbúa það nú út um allt land.“Hvenær var þér kunnugt um að Jón tæki þá ákvörðun sem hann svo tilkynnti um í gær? „Seint. Eins og öllum. Jón tók sér góðan tíma í að hugsa þetta. Og maður veit aldrei almennilega hvað Jón ætlar að gera.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira