Enski boltinn

Stuðningsmenn Tottenham svöruðu kallinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna hér sigrinum í gær.
Leikmenn Tottenham fagna hér sigrinum í gær. nordicphotos/getty
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, gagnrýndi stuðningsmenn félagsins á dögunum fyrir að láta ekki nægilega mikið í sér heyra á leikjum.

Tottenham mæti Hull City í enska deildarbikarnum í gær og svöruðu stuðningsmennirnir þá kallinu.

Hávaðinn mældist 112 desíbil er Gylfi Þór Sigurðsson þrumaði boltanum í netið á 16. mínútu leiksins og allt varð vitlaust á White Hart Lane.

Tottenham vann leikinn að lokum eftir vítaspyrnukeppni.Tottenham mætir West Ham United í 8-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×