Enski boltinn

Philippe Coutinho fær grænt ljós

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Mynd/NordicPhotos/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti í dag að brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho sé orðinn leikfær en hann meiddist á öxl um miðjan september.

Coutinho getur því tekið þátt í toppslagnum á móti Arsenal á laugardaginn sem eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þetta er samkvæmt áætlun því Liverpool reiknaði með honum í lok októbermánaðar.

Philippe Coutinho er 21 árs gamall og hefur spilað mjög vel með Liverpool-liðinu síðan að hann kom til félagsins frá Internazionale í janúar síðastliðnum.

Liverpool vann fyrstu þrjá leiki sína með hann innanborðs og var 2-1 yfir á móti Swansea þegar hann meiddist á 54. mínútu í leik í Swansea 16. september en sá leikur endaði síðan með 2-2 jafntefli.

Philippe Coutinho hefur misst af sex síðustu leikjum Liverpool þar af hafa fimm þeirra í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×