Innlent

Halldór Halldórsson vill leiða sjálfstæðismenn í borginni

Mynd/GVA
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og varabæjarfulltrúi á Ísafirði ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Halldór lýsti þessu yfir í þættinum Í bítið á Byljgunni í morgun. Halldór er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í fyrsta sætið. Áður höfðu borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gert slíkt hið sama. Prófkjör Sjálfstæðismanna fer fram þann sextánda nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×