Innlent

Amnesty segir dróna-árásir Bandaríkjamanna jafnast á við stríðsglæpi

Mynd/AP
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að loftárásir Bandaríkjamanna á skotmörk í Pakistan þar sem notast er við fjarstýrðar mannlausar flugvélar, séu ólöglegar og að í sumum tilvikum jafnist þær á við stríðsglæpi.

Samtökin segjast í nýrri skýrslu hafa rannsakað níu slíkar árásir sem gerðar voru nýlega og komust að því að mörg fórnarlömb þeirra hafi verið óvopnuð og án nokkurra tengsla við hryðjuverkahópa. Árásir af þessu tagi hafa færst mjög í vöxt og segjast Bandaríkjamenn beina þeim að meðlimum Al Kaída hryðjuverkasamtakanna.

Í nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kom hins vegar í ljós að fjögurhundruð óbreyttir borgarar, hið minnsta, hafi fallið í slíkum árásum undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×