Innlent

Eldur í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Myndir/Arnar Freyr Þrastarson
Slökkvilið Siglufjarðar var ræst út í morgun vegna elds sem kom upp í íþróttamiðstöðinni að Hóli.

Eldurinn virðist hafa kviknað í tengibyggingu og síðar breiðst yfir í vélageymslu.

Slökkviliðinu barst liðsauki frá Ólafsfirði við slökkvistarfið en húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði.

Búið var að ráða niðurlögum eldsins um níuleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×