Innlent

Kjartan Magnússon gefur kost á sér í annað sæti

Höskuldur Kári Schram skrifar
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kjartan tilkynnti þetta formlega í dag.

Kjartan hefur verið orðaður við oddvitasætið en hann skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu kosningum og færðist upp um eitt sæti eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hætti.

Þrír sækjast eftir fyrsta sæti, Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Halldór Hallldórsson.

„Ég vil vera í forystusveit flokksins. Ég tel að ég sé í mjög góðri aðstöðu til að fylgja eftir mínum málum í öðru sæti á lista flokksins,“ sagði Kjartan í samtali við fréttastofu í dag.

Frestur til að skila inn framboðum vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík rennur út á föstudag. Prófkjörið fer fram 16. nóvember næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Kjartans í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×