Sjálfstætt Skotland myndi vilja náið samband við Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2013 19:07 Leiðtogi Skoska Þjóðarflokksins á breska þinginu segir að samband Skota við Íslendinga verði mun betra en samband Breta og Íslendinga, ef Skotar samþykkja sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári. Angus Robertson er einlægur sjálfstæðissinni og vill sjá fána Skotlands blakta meðal fána annarra sjálfstæðra ríkja í heiminum. Hann situr á breska þinginu fyrir Skoska Þjóðarflokkinn sem nú er í meirihluta á skoska þinginu og hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í september á næsta ári um fullt sjálfstæði Skota. „Þá yrðum við að fullu sjálfstætt ríki. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég get ekki beðið eftir því að Skotar verði á ný á meðal þjóða í Norður Evrópu. Það er áskorun hvernig við getum átt náið samstarf við þjóðir eins og Ísland, Noreg og Danmörk sem eiga við sömu áskoranir í umhverfis- efnhags- , félags og öryggismálum,“ segir Robertson. Angus flutti erindi um framtíð Skotlands sem sjálfstæðs ríkis í Norræna húsinu í dag en í dag er um helmingur Skota óákveðinn í þessum efnum, um fjórðungur á móti sjálfstæði og annar fjórðungur því fylgjandi. „Við viljum gjarnan leggja okkar að mörkum í þeim áskorunum sem þjóðirnar glíma við í umhverfismálum og orkumálum og þeim tækifærum sem eru í efnahagsmálum. Við teljum okkur einnig hafa eitthvað fram að færa í öryggis- og varnarmálum þar sem við viljum leggja okkur fram,“ segir Robertson. Þjóðarflokkurinn vill starfa áfram innan alþjóðastofnana eins og NATO og Evrópusabandsins en Angus telur að samband Skota og Íslendinga yrði mun betra en samband Íslendinga við Breta. „Það eru allar ástæður til að ætla að samband sjálfstæðs Skotlands og Íslands verði mun betra en samband Íslands og Bretlands er í dag. Ég get ekki ímyndað mér að beita vinsamlega nágranna þjóð hryðjuverkalögum. Ég get heldur ekki ímyndað mér að vinsamleg nágrannaþjóð tæki ekki þátt í loftferðareftirliti á svæðinu, eins og Bretar hafa aldrei gert hér við land,“ sagði Angus Robertson þingmaður Skoska þjóðarflokksins. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Leiðtogi Skoska Þjóðarflokksins á breska þinginu segir að samband Skota við Íslendinga verði mun betra en samband Breta og Íslendinga, ef Skotar samþykkja sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári. Angus Robertson er einlægur sjálfstæðissinni og vill sjá fána Skotlands blakta meðal fána annarra sjálfstæðra ríkja í heiminum. Hann situr á breska þinginu fyrir Skoska Þjóðarflokkinn sem nú er í meirihluta á skoska þinginu og hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í september á næsta ári um fullt sjálfstæði Skota. „Þá yrðum við að fullu sjálfstætt ríki. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég get ekki beðið eftir því að Skotar verði á ný á meðal þjóða í Norður Evrópu. Það er áskorun hvernig við getum átt náið samstarf við þjóðir eins og Ísland, Noreg og Danmörk sem eiga við sömu áskoranir í umhverfis- efnhags- , félags og öryggismálum,“ segir Robertson. Angus flutti erindi um framtíð Skotlands sem sjálfstæðs ríkis í Norræna húsinu í dag en í dag er um helmingur Skota óákveðinn í þessum efnum, um fjórðungur á móti sjálfstæði og annar fjórðungur því fylgjandi. „Við viljum gjarnan leggja okkar að mörkum í þeim áskorunum sem þjóðirnar glíma við í umhverfismálum og orkumálum og þeim tækifærum sem eru í efnahagsmálum. Við teljum okkur einnig hafa eitthvað fram að færa í öryggis- og varnarmálum þar sem við viljum leggja okkur fram,“ segir Robertson. Þjóðarflokkurinn vill starfa áfram innan alþjóðastofnana eins og NATO og Evrópusabandsins en Angus telur að samband Skota og Íslendinga yrði mun betra en samband Íslendinga við Breta. „Það eru allar ástæður til að ætla að samband sjálfstæðs Skotlands og Íslands verði mun betra en samband Íslands og Bretlands er í dag. Ég get ekki ímyndað mér að beita vinsamlega nágranna þjóð hryðjuverkalögum. Ég get heldur ekki ímyndað mér að vinsamleg nágrannaþjóð tæki ekki þátt í loftferðareftirliti á svæðinu, eins og Bretar hafa aldrei gert hér við land,“ sagði Angus Robertson þingmaður Skoska þjóðarflokksins.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira