Innlent

Kominn tími til að lögin virki

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Mynd/GVA
„Það var aldeilis kominn tími til að þessi lög, sem sett voru árið 2009, færu að virka,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta um dómana sem féllu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun á tíu vændiskaupendum. Var þeim gert að greiða 100.000 krónur í sekt eða sæta fangelsi í sex daga.

Guðrún segist vona að þessir dómar sé einungis byrjunin á notkun laganna. „Það er búið að koma fram í viðtölum við ansi marga undanfarið, að það sé bullandi vændi á Íslandi og við verðum bara að treysta því að þetta sé byrjunin,“ segir Guðrún.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×