Íslenski boltinn

Rúnar Páll ætlar að taka til hjá Stjörnunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Við eigum fullt af efnilegum leikmönnum sem hfa ekki fengið tækifæri síðustu ár. Við reynum að styrkja starfið okkar þannig að finna leiðir til að leyfa þessum strákum að spila.“

Þetta sagði Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Rúnar Páll, sem var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í sumar og Bjarna Jóhannssonar þar á undan, minnir á að þeir Logi hafi verið með 29 manna leikmannahóp síðastliðið haust.

„Það segir sig sjálft að það er stór hópur þar sem ellefu fá að spila í hvert skipti. Við munum reyna að minnka hópinn til að hleypa yngri leikmönnum að.“

Rúnar Páll ætlar þó ekki endilega að fækka erlendum leikmönnum hjá liðinu.

„Stjarnan hefur verið með þrjá Dani auk Robert Sandnes. Við munum vera með í kringum þrjá útlendinga en við verðum að sjá hvernig þetta gengur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×