Íslenski boltinn

Alexander Már semur við Fram

Alexander og Bjarni þjálfari.
Alexander og Bjarni þjálfari. mynd/fram.is
Nýráðinn þjálfari Fram, Bjarni Guðjónsson, heldur áfram að semja við unga og efnilega leikmenn. Nú hefur framherjinn Alexander Már Þorláksson skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Alexander Már kemur til félagsins frá ÍA. Hann er 18 ára gamall og var valinn besti leikmaður 2. flokks ÍA. Hann lék einnig með meistaraflokki félagsins síðasta sumar.

Alexander er tvíburabróðir Indriði Áka sem hefur verið að spila í framlínunni hjá Val. Faðir þeirra er Þorlákur Árnason sem gerði kvennalið Stjörnunnar að Íslandsmeisturum síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×