Enski boltinn

Wenger yrði ekki hissa ef Ferguson kæmi aftur í boltann

Ferguson og Wenger.
Ferguson og Wenger.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, útilokar ekki þann möguleika að Sir Alex Ferguson muni snúa aftur í fótboltann.

"Eftir sex mánuði vitum við meira um líkurnar á því að hann komi aftur. Það er alls ekki hægt að útiloka þann möguleika að hann komi aftur," sagði Wenger.

"Það er erfitt að vera á einhverju lyfi í 30 ár og hætta svo allt í einu að taka það."

Þar sem Ferguson er hættur að þjálfa er Wenger nú sá stjóri sem hefur verið lengst í starfi í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×