Enski boltinn

Beckham saknar spennunnar úr boltanum

Beckham spilaði sína síðustu leiki með PSG.
Beckham spilaði sína síðustu leiki með PSG.
David Beckham viðurkennir að það sé erfitt að vera hættur í fótbolta. Hann segist eiga erfitt með að horfa á fótboltaleiki án þess að fá sting í magann.

Beckham átti frábæran feril hjá Man. Utd, Real Madrid, LA Galaxy, AC Milan og PSG.

"Það er alltaf smá eftirsjá í hvert skipti sem ég horfi á leik. Þá rennur alltaf upp fyrir mér að ég muni aldrei aftur spila stóran leik," sagði Beckham.

"Ég býst við að það sé eðlilegt að líða svona þegar maður er nýhættur. Ég sakna samt spennunnar. Það mun ekkert koma í stað hennar.

"Ég sé samt ekki eftir því að hafa hætt. Líkaminn var farinn að gefa eftir og það tók sínn tíma að jafna sig á meiðslum. Menn verða alltaf að hætta á endanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×