Íslenski boltinn

Fram fær bakvörð frá Breiðablik

Ósvald og Bjarni.
Ósvald og Bjarni. mynd/fram
Blekið þornar ekki í Safamýrinni í dag en Framarar hafa samið við annan ungan og upprennandi leikmann.

Ósvald Jarl Traustason, sem er fæddur árið 1995, skrifaði nú eftir hádegi undir þriggja ára samning við Fram. Hann er fimmti ungi leikmaðurinn sem Bjarni Guðjónsson fær til félagsins.

Ósvald er uppalinn Bliki og spilar stöðu vinstri bakvarðar. Hann á ekki neina leiki með Breiðablik í efstu deild en var lánaður til Leiknis um mitt síðasta sumar og náði hann að spila átta leiki með þeim í 1. deildinni.

Þessi efnilegi strákur hefur spilað bæði með U-17 og U-19 ára landsliði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×