Nýfarinn frá foreldrum sínum með átta mánaða gamalt barn sitt þegar sprengingin varð Elimar Hauksson skrifar 26. október 2013 20:30 Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið kom á staðinn í dag en ljósmyndari sunnlenska tók þessa mynd af vettvangi í Hveragerði. mynd/sunnlenska Hafþór Örn Stefánsson, sonur hjónanna sem lentu í etanól-sprengingunni í Hveragerði í dag, segist hafa verið nýfarinn frá foreldrum sínum þegar sprengingin varð. Sjö manns voru í húsinu þegar etanól arinn sprakk eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag. „Ég var nýkominn heim til bróður míns. Ég og konan mín höfðum verið í heimsókn hjá foreldrum mínum með átta mánaða gamalt barn okkar. Ég heyrði í sjúkrabílum og lögreglubílum keyra hérna inn næstu götu og sé að þeir eru allir hjá húsi foreldra minna. Þegar ég kom þangað var allur eldurinn slokknaður en fólkið leit ekki vel út. Það var mikið stress og hræðsla í húsinu,“ segir Hafþór. Aðspurður um gerð arinsins sagðist Hafþór ekki vera viss en að hann hafi nýlega verið settur upp og notaður nokkrum sinnum án þess að nokkuð hafi verið að. „Þetta eru þrír hólkar sem etanólinu er hellt ofan í. Ég las í lögregluskýrslunni áðan að þeir telja að það hafi lekið etanól framhjá og síðan myndast gas þegar það hitnaði undir hólkunum. Þeir sprungu síðan upp og etanólið fór yfir allt fólkið,“ segir Hafþór. Hann segir rannsóknarlögreglumenn hafa komið og fjarlægt arininn sem olli sprengingunni og nú sé beðið eftir hreingerningarteymi frá tryggingafélagi foreldra hans. Hann segir fólki brugðið en að þetta sé allt að koma til. „Ég heyrði í föður mínum áðan og þetta er allt að róast. Þau sem fóru til aðhlynningar á Selfoss fá líklega að koma heim í kvöld en bróðir minn og sonur hans hlutu annars stigs bruna og þeir verða eitthvað áfram á spítalanum í Reykjavík,“ segir Hafþór. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Hafþór Örn Stefánsson, sonur hjónanna sem lentu í etanól-sprengingunni í Hveragerði í dag, segist hafa verið nýfarinn frá foreldrum sínum þegar sprengingin varð. Sjö manns voru í húsinu þegar etanól arinn sprakk eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag. „Ég var nýkominn heim til bróður míns. Ég og konan mín höfðum verið í heimsókn hjá foreldrum mínum með átta mánaða gamalt barn okkar. Ég heyrði í sjúkrabílum og lögreglubílum keyra hérna inn næstu götu og sé að þeir eru allir hjá húsi foreldra minna. Þegar ég kom þangað var allur eldurinn slokknaður en fólkið leit ekki vel út. Það var mikið stress og hræðsla í húsinu,“ segir Hafþór. Aðspurður um gerð arinsins sagðist Hafþór ekki vera viss en að hann hafi nýlega verið settur upp og notaður nokkrum sinnum án þess að nokkuð hafi verið að. „Þetta eru þrír hólkar sem etanólinu er hellt ofan í. Ég las í lögregluskýrslunni áðan að þeir telja að það hafi lekið etanól framhjá og síðan myndast gas þegar það hitnaði undir hólkunum. Þeir sprungu síðan upp og etanólið fór yfir allt fólkið,“ segir Hafþór. Hann segir rannsóknarlögreglumenn hafa komið og fjarlægt arininn sem olli sprengingunni og nú sé beðið eftir hreingerningarteymi frá tryggingafélagi foreldra hans. Hann segir fólki brugðið en að þetta sé allt að koma til. „Ég heyrði í föður mínum áðan og þetta er allt að róast. Þau sem fóru til aðhlynningar á Selfoss fá líklega að koma heim í kvöld en bróðir minn og sonur hans hlutu annars stigs bruna og þeir verða eitthvað áfram á spítalanum í Reykjavík,“ segir Hafþór.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira