Innlent

Íslenski kjötsúpudagurinn haldinn hátíðlegur

Elísabet Hall skrifar
Boðið var upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum en hugmyndin að deginum kom upphaflega frá Jóhanni G. Jóhannssyni, tónlistar- og myndlistarmanni. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin en margir af fremstu matreiðslumönnum landsins hittust á Hótel Holti og stilltu saman strengi sína fyrir daginn og mikil samkeppni var um hver ætti bestu súpuna.

Að venju jós Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, á fyrstu súpudiskana fyrir fangana í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg en gestir Skólavörðustígsins fengu þó sinn skammt áður en langt um leið og ríkti mikil gleði á meðal þeirra eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×