Innlent

Lögregla sinnti 60 útköllum í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg fyrir stafni í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg fyrir stafni í nótt. Mynd/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti sextíu útköllum frá miðnætti til rúmlega 5 í morgun. Það var því töluverður erill vegna ölvunar í Reykjavík.

Ráðist var á konu inn á skemmtistað í Austurstræti í nótt og hún flutt á slysadeild. Hún var talsvert vönkuð eftir árásina en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Árekstur varð á Sæbraut þegar bíll keyrði á ljósastaur. Mun áreksturinn hafa verið nokkuð harður og voru tveir farþegar í bílnum auk ökumanns. Voru þeir allir fluttir á slysadeild. Aftengja þurfti staurinn og var tæknimaður kallaður á staðinn ásamt kranabifreið.

Fjórir ökumenn voru í nótt teknir úr umferð fyrir ölvunarakstur. Af þeim var einn undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann var með útrunnin ökuréttindi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×