Innlent

Ætla ekki að sitja friðarviðræðufund

Myndin er tekin í Aleppó í Sýrlandi þar sem átökin hafa verið hvað hörðust.
Myndin er tekin í Aleppó í Sýrlandi þar sem átökin hafa verið hvað hörðust. Mynd/AP
Óvissa ríkir um friðarviðræður í Sýrlandi en hátt í tuttugu hópa íslamista, sem nú berjast í og við höfuðborgina Damaskus, hafa lýst því yfir þeir muni ekki sitja fund í Genf um málið.

Leiðtogi Suqur al-Sham hersveitarinnar tilkynnti þetta í yfirlýsingu sem birtist á internetinu í nótt. Hann fullyrðir að allar tilraunir Bandaríkjamanna og Rússa til að stemma stigum óöldinni í Sýrlandi sé liður í víðtæku samsæri til að kollvarpa byltingunni gegn Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, og stjórn hans. Leiðtoginn ítrekar að aðeins landráðsmenn myndu mæta á fundinn.

Frá því að borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi í mars árið 2011 hafa vel yfir hundrað og tíu þúsund fallið í átökum uppreisnarmanna og stjórnarhersins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×