Innlent

Kona og fjögur börn hennar stungin til bana

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. Mynd/SkyNews
37 ára gömul kona og fjögur börn hennar voru stungin til bana á heimili þeirra í Brooklyn í gær. 25 ára karlmaður, sem grunaður er um verknaðinn, var handtekinn á vettvangi og er hann talinn tengjast hinum látnu fjölskylduböndum.

Þegar lögreglan kom á vettvang voru þrjú barnanna, tvær stúlkur og einn drengur, þegar látin en konan og fjórða barnið voru flutt meðvitundarlaus á spítala en voru stuttu síðar úrskurðuð látin. Börnin voru á aldrinum eins árs til níu ára. 

Samkvæmt vefsíðu Sky News var faðir barnanna við vinnu á meðan voðaverkin dundu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×