Miklar breytingar á flugvallarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2013 19:00 Framtíð alþjóðlegu flugstjórnarmiðstöðvarinnar sem skapar Íslendingum milljaðra tekjur á ári í gjaldeyri, var tryggð með samkomulagi ríkis og borgar um Reykjavíkurflugvöll á föstudag. Bygging íbúðarhúsnæðis á flugvallarsvæðinu hefst strax á næsta ári. Umfang starfseminnar í alþjóðlegu flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll hefur vaxið mikið á undanförnum árum og nauðsynlegt að stækka hana. Ef hins vegar hefði þurft að flytja starfsemina á nýjan stað hefði það kostað gífurlegar fjárhæðir. Samkvæmt skipulagi átti bygging flugstjórnarmiðstöðvarinnar að víkja en eftir samkomulagið á föstudag verður hún stækkuð um 2.600 fermetra. „Frá því núverandi bygging var hönnuð hefur umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið aukist um 80 prósent. Störfum hefur líka fjölgað mikið vegna þess að umhverfið er orðið flóknara, eftirlitið miklu meira og meiri stuðningsvinna við þetta allt saman,“ segir Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugþjónustusviðs Isavia. Flugstjórnarmiðstöðin veltir um 4,5 milljörðum króna á ári í beinhörðum gjaldeyri sem flugfélögin greiða fyrir yfirglugsþjónustu og aðra þjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Starfsemi er í flugstjórnarmiðstöðinni allan sólarhringin og því hefði þurft að byggja aðra flugstjórnarmiðstöð fullbúna tækjum áður en hægt hefði verið að leggja núverandi flugstjórnarmiðstöð niður. Hætt er við að þjónustan hefði farið úr landi með árunum ef byggja hefði þurft annars staðar. „Ef byggja ætti utan um þessa starfsemi á öðrum stað þyrfti að byggja hana alla upp með tækjabúnaði og öðru slíku. Það hefði orðið verulegur kostnaður af því eða allt að 15 til 20 milljarðar króna,“ segir Ásgeir. En til samanburðar er talið að viðbygging kosti á bilinu 800 milljónir til milljarð. Reiknað er með að viðbyggingin verði boðin út snemma á næsta ári og byggingunni lokið um mitt ár 2016. Byggt á flugvallarsvæðinu En það breytist fleira með samkomulaginu þegar suðvestur-norðaustur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lögð af á næsta ári, að sögn Dags B. Eggertssonar formanns borgarráðs. „Þar sjáum við fyrir okkur litlar og meðalstórar íbúðir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Þétta og góða borgarmynd bæði Hlíðarenda megin við Valssvæðið og svo Skerjafjarðarmegin. Þetta verða sannarlega mjög spennandi uppbyggingarsvæði,“ segir Dagur. Og þótt það sé ekki hluti af samkomulaginu vill forstjóri Icelandair Group bæta aðstöðu Flugfélags Íslands til að þjóna farþegum félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group segir félagið vilja ræða við eigendur landsins á flugvallarsvæðinu um byggingu nýrrar aðstöðu. „Starfsemi okkar hefur verið þarna í tugi ára og hefur að sjálfsögðu ákveðin rétt þarna á svæðinu. Við erum komin þarna með heimild til ársins 2022 og hljótum að reyna að vinna okkur svigrúm til að bæta aðstöðu fyrir okkar farþega,“ segir Björgólfur. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Framtíð alþjóðlegu flugstjórnarmiðstöðvarinnar sem skapar Íslendingum milljaðra tekjur á ári í gjaldeyri, var tryggð með samkomulagi ríkis og borgar um Reykjavíkurflugvöll á föstudag. Bygging íbúðarhúsnæðis á flugvallarsvæðinu hefst strax á næsta ári. Umfang starfseminnar í alþjóðlegu flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll hefur vaxið mikið á undanförnum árum og nauðsynlegt að stækka hana. Ef hins vegar hefði þurft að flytja starfsemina á nýjan stað hefði það kostað gífurlegar fjárhæðir. Samkvæmt skipulagi átti bygging flugstjórnarmiðstöðvarinnar að víkja en eftir samkomulagið á föstudag verður hún stækkuð um 2.600 fermetra. „Frá því núverandi bygging var hönnuð hefur umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið aukist um 80 prósent. Störfum hefur líka fjölgað mikið vegna þess að umhverfið er orðið flóknara, eftirlitið miklu meira og meiri stuðningsvinna við þetta allt saman,“ segir Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugþjónustusviðs Isavia. Flugstjórnarmiðstöðin veltir um 4,5 milljörðum króna á ári í beinhörðum gjaldeyri sem flugfélögin greiða fyrir yfirglugsþjónustu og aðra þjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Starfsemi er í flugstjórnarmiðstöðinni allan sólarhringin og því hefði þurft að byggja aðra flugstjórnarmiðstöð fullbúna tækjum áður en hægt hefði verið að leggja núverandi flugstjórnarmiðstöð niður. Hætt er við að þjónustan hefði farið úr landi með árunum ef byggja hefði þurft annars staðar. „Ef byggja ætti utan um þessa starfsemi á öðrum stað þyrfti að byggja hana alla upp með tækjabúnaði og öðru slíku. Það hefði orðið verulegur kostnaður af því eða allt að 15 til 20 milljarðar króna,“ segir Ásgeir. En til samanburðar er talið að viðbygging kosti á bilinu 800 milljónir til milljarð. Reiknað er með að viðbyggingin verði boðin út snemma á næsta ári og byggingunni lokið um mitt ár 2016. Byggt á flugvallarsvæðinu En það breytist fleira með samkomulaginu þegar suðvestur-norðaustur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lögð af á næsta ári, að sögn Dags B. Eggertssonar formanns borgarráðs. „Þar sjáum við fyrir okkur litlar og meðalstórar íbúðir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Þétta og góða borgarmynd bæði Hlíðarenda megin við Valssvæðið og svo Skerjafjarðarmegin. Þetta verða sannarlega mjög spennandi uppbyggingarsvæði,“ segir Dagur. Og þótt það sé ekki hluti af samkomulaginu vill forstjóri Icelandair Group bæta aðstöðu Flugfélags Íslands til að þjóna farþegum félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group segir félagið vilja ræða við eigendur landsins á flugvallarsvæðinu um byggingu nýrrar aðstöðu. „Starfsemi okkar hefur verið þarna í tugi ára og hefur að sjálfsögðu ákveðin rétt þarna á svæðinu. Við erum komin þarna með heimild til ársins 2022 og hljótum að reyna að vinna okkur svigrúm til að bæta aðstöðu fyrir okkar farþega,“ segir Björgólfur.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira