Enski boltinn

Fær ráðleggingar frá Drogba og Gerrard

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daniel Sturridge í leik með Liverpool
Daniel Sturridge í leik með Liverpool nordicphotos/getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, hefur farið einstaklega vel af stað með liðinu eftir að hann gekk í raðir Liverpool í janúar á þessu ári.

Sturridge hefur verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð og skorað átta mörk í níu leikjum fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leikmaðurinn hefur fengið ráðleggingar frá tveimur þekktum leikmönnum og hefur það reynst honum vel.

„Ég hitt Didier [Drogba] á Miami í sumar og hann ráðlagði mér að vinna mikið í andlegum styrk,“ sagði Sturridge í viðtali við The Times.

Didier Drogba leikur í dag með Galatasaray en þeir tveir voru liðsfélagar hjá Chelsea.

„Að hans mati snýst þetta ekki það mikið um tækni leikmanna og líkamlegan styrk, heldur mikið um að hafa trú á sjálfum sér.“

Steven Gerrard, fyrirliðið Liverpool, hefur einnig aðstoðað framherjann mikið.

„Stevie hefur aðstoðað mig mikið og talar einnig um mikilvægi þess að hafa trú á sjálfum sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×