Enski boltinn

Benayoun svaraði ekki Redknapp

Yossi Benayoun.
Yossi Benayoun. Mynd/NordicPhotos/Getty
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, leitar ýmissa leiða til þess að styrkja liðið sitt fyrir átökin í ensku b-deildinni en honum virðist þó ekki ætla að takast að plata Yossi Benayoun aftur í enska boltann.

Redknapp hefur boðið Ísraelsmanninum að koma á reynslu á Loftus Road en Yossi Benayoun hefur ekki svarað fyrirspurnum knattspyrnustjórans samkvæmt heimildum BBC.

Yossi Benayoun hefur verið án félags síðan að Chelsea leyfði honum að fara í vor en hann er 33 ára gamall og er þekktastur fyrir góða frammistöðu sína hjá Liverpool.

Chelsea keypti Yossi Benayoun frá Liverpool á 5,5 milljónir punda en hann náði aldrei að festa sig í sessi á Brúni og var seinna lánaður til bæði Arsenal (2011-12) og West Ham (2012-13).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×