Ráðherra telur flókið fyrir einkaaðila að rukka ferðamenn á Geysi Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2013 13:50 „Best væri að við gætum hafið gjaldtöku strax næsta sumar. En ég hef ítrekað það hvar sem ég hef rætt þessi mál, að við munum ekki fórna vandvirkninni og samstöðunni við vinnuna fyrir tímasetninguna.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála telur að það verðir flókið fyrir landeigendur á Geysi að innheimta sjálfir gjald af ferðamönnum þar sem ríkið eigi hluta af landinu í Haukadal. Best væri að allir ferðamannastaðir yrðu með í náttúrupassa sem ráðherra vonar að verði að lögum snemma á næsta ári. Garðar Eiríksson ritari Geysis ehf, félags landeigenda á geysissvæðinu, sagði í fréttum okkar í gær að félagið hyggðist sjálft leggja gjald á gesti við Geysi til að standa undir 500 milljóna nauðsynlegum framkvæmdum við Geysi. Hann gaf ekki mikið fyrir náttúrupassann sem ferðamálaráðherra vinnur nú að. Hún vonast hins vegar til að aðilar nái saman um náttúrupassann. „Við erum að hefja þar vinnu sem m.a. felst í miklu samráði við hagsmunaaðila, hvort sem það eru aðilar í greininni eða landeigendur og höfum verið í ágætu samtali við Landeigendafélag Íslands,“ segir Ragnheiður Elín. Hún vilji því ekki útiloka fyrr en á reyni að ekki verði hægt að ná samkomulagi við landeigendur. Það sé mjög aðkallandi að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum um allt land. Það eigi eftir að útfæra hvernig fjármagni verði deilt á milli staða. En landeigendur við Geysi segjast þurfa hálfan milljarð. „Ég get ekki lofað á þessu stigi máls hversu mikið hver fær. Það er seinni tíma mál. En markmiðið er klárlega að tryggja fjármagn,“ segir ráðherra. Verkefnið sé að vernda náttúruna á fjölförnum stöðum, dreifa álaginu með því að fjölga ferðamannastöðum og tryggja öryggi ferðamanna. Því sé mikilvægt að hafa sem flesta með í verkefninu.En ef Geysismenn ákveða engu að síður að fara fram með þessa gjaldtöku, er þá eitthvað sem getur stoppað það? „Ef þeir hafa lagalegar heimildir til þess er það ekki ætlun mín að fara að banna fólki að fara að rukka inn á sitt eigið land. Eignarhaldið á Geysi er hins vegar mjög flókið. Þar eru það landeigendur, einkaaðilar, og ríkið sem eiga þetta saman. Þannig að það gæti orðið helst til flókið í útfærslu,“ segir Ragnheiður Elín. En vonandi finnist sameiginlegur flötur. Ragnheiður Elín vonar að smíði frumvarpsins ljúki nú á haustmánuðum og frumvarp verði lagt fyrir Alþingi í upphafi næsta árs. „Best væri að við gætum hafið gjaldtöku strax næsta sumar. En ég hef ítrekað það hvar sem ég hef rætt þessi mál, að við munum ekki fórna vandvirkninni og samstöðunni við vinnuna fyrir tímasetninguna. En það er öllum ljóst og þessar fréttir frá Geysi sýna það enn og aftur, að þetta er mjög aðkallandi verkefni,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála telur að það verðir flókið fyrir landeigendur á Geysi að innheimta sjálfir gjald af ferðamönnum þar sem ríkið eigi hluta af landinu í Haukadal. Best væri að allir ferðamannastaðir yrðu með í náttúrupassa sem ráðherra vonar að verði að lögum snemma á næsta ári. Garðar Eiríksson ritari Geysis ehf, félags landeigenda á geysissvæðinu, sagði í fréttum okkar í gær að félagið hyggðist sjálft leggja gjald á gesti við Geysi til að standa undir 500 milljóna nauðsynlegum framkvæmdum við Geysi. Hann gaf ekki mikið fyrir náttúrupassann sem ferðamálaráðherra vinnur nú að. Hún vonast hins vegar til að aðilar nái saman um náttúrupassann. „Við erum að hefja þar vinnu sem m.a. felst í miklu samráði við hagsmunaaðila, hvort sem það eru aðilar í greininni eða landeigendur og höfum verið í ágætu samtali við Landeigendafélag Íslands,“ segir Ragnheiður Elín. Hún vilji því ekki útiloka fyrr en á reyni að ekki verði hægt að ná samkomulagi við landeigendur. Það sé mjög aðkallandi að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum um allt land. Það eigi eftir að útfæra hvernig fjármagni verði deilt á milli staða. En landeigendur við Geysi segjast þurfa hálfan milljarð. „Ég get ekki lofað á þessu stigi máls hversu mikið hver fær. Það er seinni tíma mál. En markmiðið er klárlega að tryggja fjármagn,“ segir ráðherra. Verkefnið sé að vernda náttúruna á fjölförnum stöðum, dreifa álaginu með því að fjölga ferðamannastöðum og tryggja öryggi ferðamanna. Því sé mikilvægt að hafa sem flesta með í verkefninu.En ef Geysismenn ákveða engu að síður að fara fram með þessa gjaldtöku, er þá eitthvað sem getur stoppað það? „Ef þeir hafa lagalegar heimildir til þess er það ekki ætlun mín að fara að banna fólki að fara að rukka inn á sitt eigið land. Eignarhaldið á Geysi er hins vegar mjög flókið. Þar eru það landeigendur, einkaaðilar, og ríkið sem eiga þetta saman. Þannig að það gæti orðið helst til flókið í útfærslu,“ segir Ragnheiður Elín. En vonandi finnist sameiginlegur flötur. Ragnheiður Elín vonar að smíði frumvarpsins ljúki nú á haustmánuðum og frumvarp verði lagt fyrir Alþingi í upphafi næsta árs. „Best væri að við gætum hafið gjaldtöku strax næsta sumar. En ég hef ítrekað það hvar sem ég hef rætt þessi mál, að við munum ekki fórna vandvirkninni og samstöðunni við vinnuna fyrir tímasetninguna. En það er öllum ljóst og þessar fréttir frá Geysi sýna það enn og aftur, að þetta er mjög aðkallandi verkefni,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira