Innlent

Fékk að skilja við mögulega látinn mann

Konan reyndi fyrst að skilja við manninn árið 1986.
Konan reyndi fyrst að skilja við manninn árið 1986.
Kona sótti um skilnað við eiginmanninn sinn í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur ekki hitt manninn eða heyrt í honum frá árinu 1976.

Árið 1986 hugðist hún skilja við manninn en þá fannst hann ekki.

Lögmaður konunnar í þetta sinn reyndi að hafa uppi á manninum, bæði í gegnum breska sendiráðið á Íslandi, Hjálpræðisherinn í Bretlandi, Rauða krossinn, utanríkisráðuneytið og vefsíðu sem aðstoðar fólk við að hafa uppi á týndum einstaklingum en allt án árangurs. Óvíst er því talið hvort maðurinn sé enn á lífi.

Lögmaður mannsins, sem eðli málsins samkvæmt hefur ekki hitt skjólstæðing sinn, gerði athugasemdir við að ekki lægju fyrir gögn frá breskum stjórnvöldum um meintar tilraunir til að hafa uppi á heimilisfangi eða dvalarstað mannsins. Þó taldi lögmaðurinn að skilyrði hjúskaparlaga væru uppfyllt til að veita hjónunum lögskilnað vegna langvarandi samvistarslita.

Dómurinn taldi ekki skipta máli að ekki lægju fyrir gögn frá breskum stjórnvöldum þar sem bresk stjórnvöld veiti ekki upplýsingar um dvalarstaði enda sé ekki haldin þjóðskrá þar. Var konunni veittur lögskilnaður frá manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×