Innlent

Grunur um eiturefnamengun á Keflavíkurflugvelli: Fimm tollverðir á bráðadeild

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Svæðinu hefur verið lokað og afgreiða tollverðir nú út um neyðarhurð tollsvæðisins.
Svæðinu hefur verið lokað og afgreiða tollverðir nú út um neyðarhurð tollsvæðisins.
Fimm tollverðir á Keflavíkurflugvelli voru fluttir á bráðadeild til rannsóknar vegna gruns um að þeir hafi orðið fyrir eiturefnamengun.

Samkvæmt heimildum Vísis báðu tollverðir erlendan flugfarþega um að fá að rannsaka innihald flösku sem sagt var innihalda rauðvín en þá braut farþeginn flöskuna. Farþeginn var handtekinn í kjölfarið og er nú í haldi lögreglu.

Tollverðirnir eru ekki taldir í lífshættu en grunur leikur á að um amfetamínbasa hafi verið að ræða. Þá hefur svæðinu verið lokað og afgreiða tollverðir nú út um neyðarhurð tollsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×