Þrettándi íslenski stórmeistarinn María LIlja Þrastardóttir skrifar 29. október 2013 20:00 Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira