Innlent

Ekki mögulegt fyrir lágtekjufólk að veikjast á Íslandi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Einstæð móðir sem sem greindist með krabbamein í fyrra verður borin út úr húsnæði sínu í næsta mánuði ef fer sem horfir. Hún hefur ekki getað borgað leigu síðan hún veiktist og segir heilbrigðiskerfið meingallað. 

Gyða Kristófersdóttir greindist með illkynja brjóstakrabbamein í október 2012 og hefur síðan þá barist fyrir lífi sínu. Hún hefur haldið vel utan um allan kostnað í kringum krabbameinsmeðferðina, en á einu ári hefur hún greitt hátt í sjö hundruð þúsund krónur úr eigin vasa vegna veikindanna. Gyða borgar mánaðarlega um sextíu þúsund krónur fyrir krabbameinslyf sem eru henni lífsnauðsynleg. Hún segir sláandi hversu mikið lyfin hækkuðu eftir að lyfjakerfinu var breytt í vor.

Gyða hefur ekki getað unnið vegna veikindanna og er því á örorkubótum. Róðurinn hefur því reynst henni afar erfiður og hefur hún ekki haft tök á að borga leigu síðustu mánuði. Síðustu ár hefur hún búið í leigiíbúð á vegum félagsmálastofnunar en hefur nú fengið bréf um útburð. Gyða segir ekki vera mögulegt fyrir lágtekjufólk að veikjast á íslandi. Fjármálin gangi hreinlega ekki upp.

Fjölskylda Gyðu hefur stofnað söfnunarreikning til að létta undir með henni. Reikningsnúmer 0528-14-600386 og kennitala 090673-3519.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×