Enski boltinn

Chicharito með tvö fyrir Man. United - úrslit kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez fagnar í kvöld.
Javier Hernandez fagnar í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Chelsea, Manchester United, West Ham og Leicester City tryggðu sér öll í kvöld sæti í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í fótbolta. Óvæntustu úrslitin voru þegar Leicester City sló út úrvalsdeildarliðið Fulham í miklum markaleik.

Manchester United vann 4-0 sigur á Norwich á Old Trafford þar sem Javier Hernandez skoraði fyrstu tvö mörkin og United bætti síðan við tveimur mörkum í lokin.

Adnan Januzaj fiskaði vítaspyrnu á 20. mínútu sem Javier Hernandez skoraði úr af öryggi. Hernandez bætti við öðru marki á 53. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Alex Buttner. Phil Jones kom United í 3-0 tveimur mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Adnan Januzaj og varamaðurinn Fábio innsiglaði síðan sigurinn eftir að hafa vera nýkominn inná.

Óvæntustu úrslitin voru þegar Leicester City sló út úrvalsdeildarliðið Fulham eftir 4-3 sigur. Hugo Rodallega kom Fulham í 1-0 en Leicester City svaraði með þremur mörkum í röð áður en Rodallega minnkaði muninn með sínu öðru marki. Georgios Karagounis náði að jafna en Lloyd Dyer tryggði Leicester sæti í átta liða úrslitunum

Matthew Taylor tryggði West Ham 1-0 útisigur á Burnley þegar hann skoraði úr víti sem Kevin Nolan fiskaði á 76. mínútu og Jack Collison innsiglaði síðan 2-0 sigur úr öðru víti í blálokin.

Það varð síðan að framlengja leik Birmingham og Stoke eftir 3-3 jafntefli. Peter Lovenkrands skoraði tvö mörk fyrir Birmingham á síðustu fjórum mínútum leiksins.



Úrslit og markaskorarar kvöldsins í enska deildarbikarnum:

Arsenal - Chelsea    0-2

0-1 César Azpilicueta (25.), 0-2 Juan Manuel Mata (66.9

Birmingham - Stoke    3-3 (framlengt)

0-1 Oussama Assaidi (10.), 1-1 Tom Adeyemi (28.), 1-2 Peter Crouch (54.), 1-3 Marko Arnautović (71.), 2-3 Peter Løvenkrands (86.), 3-3 Peter Lovenkrands (90.)

Burnley - West Ham    0-2

0-1 Matthew Taylor, víti (76.), 0-2 Jack Collison, víti (90.)

Leicester City - Fulham    4-3

0-1 Hugo Rodallega (18.), 1-1 Wes Morgan (41.), 2-1 Chris Wood (45.), 3-1 Ignasi Miquel (53.), 3-2 Hugo Rodallega (54.), 3-3 Georgios Karagounis (87.), 4-3 Lloyd Dyer (89.)

Manchester United - Norwich    4-0

1-0 Javier Hernández, víti (20.), 2-0 Javier Hernández (53.), 3-0 Phil Jones (87.), 4-0 Fábio (90.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×