Íslenski boltinn

Hannes mun spila í bleiku til styrktar Bleiku slaufunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes Þor Halldórsson ásamt þeim Gylfa Þór Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni
Hannes Þor Halldórsson ásamt þeim Gylfa Þór Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni mynd / samsett
Landsliðmarkverðirnir Hannes Þór Halldórsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Haraldur Björnsson verða allir í bleikum markmannsbúningi í leiknum gegn Kýpur annað kvöld.

Ísland mætir Kýpur í undankeppni HM á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Bleiki liturinn er tákn átaksins „Bleika slaufan“ sem er fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands um ár hvert.

Fram kemur á vefsíðunni www.bleikaslaufan.is :

Markverðir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu munu klæðast sérsaumuðum bleikum treyjum í leik Íslands og Kýpur þann 11. október. Þú eignast svo treyjuna hans Hannesar Þórs, áritaða af öllum landsliðshópnum. En þá verður þú líka að bjóða í hana!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×