Íslenski boltinn

Leikmenn fá mikinn frjálsan tíma hjá Lagerbäck

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerback
Lars Lagerback mynd / vilhelm
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, og aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson héldu blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM í Brasilíu.

Lagerbäck fór aðeins yfir reglur liðsins á meðan hópurinn er saman og þar kom í ljóst að íslensku landsliðsmennirnir fá mikinn frjálsan tíma hjá Lagerbäck.

„Leikmenn hafa frjálsan tíma frá hádegi til kvöldmats. Það er þeirra ábyrgð. Þeir hegða sér," sagði Lars Lagerbäck á fundinum.

Lagerbäck segist alltaf hafa stefnt á það að keppa um tvö efstu sætin í riðlinum. Efsta sætið gefur beint sæti á HM en liðið í 2. sæti fer væntanlega í umspil um laus sæti.

„Þegar við Heimir undirbjuggum okkur ræddum við um raunhæfan möguleika að berjast um tvö efstu sætin. Við höfðum alltaf trú á þessu. Strákarnir þurfa að vita að þótt þú spilir mjög vel er það ekki ávísun á mark," sagði Lagerbäck.

„Við höfum rætt við strákana - ég hef reynslu frá Svíþjóð frá svona leikjum - ef staðan er 0-0 í hálfleik þrátt fyrir góðan leik," sagði Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×