Ríkið ofrukkaði meðlag Hrund Þórsdóttir skrifar 19. október 2013 19:00 Ríkið hefur hugsanlega ofrukkað alla meðlagsgreiðendur um mánuðinn þegar börn þeirra ná 18 ára aldri, en þá lýkur framfærsluskyldu samkvæmt lögum. Meðlagsgreiðandi sem lét á þetta reyna fékk meðlag endurgreitt. Lögmaðurinn Árni Helgason lét á það reyna fyrir hönd umbjóðanda síns sem er meðlagsgreiðandi, hvort það stæðist að rukka fullt meðlag fyrir mánuðinn þegar börn ná átján ára aldri. „Það er að segja ef barnið verður til dæmis 18 ára tíunda þess mánaðar hefur Innheimtustofnun haft þann háttinn á að rukka fullan mánuð þrátt fyrir að það sé alveg skýrt í lögum að framfærsluskyldan sé einungis til 18 ára aldurs,“ segir Árni. Málið fór fyrir Úrskurðarnefnd almannatrygginga sem féllst nýlega á að um ofrukkun hefði verið að ræða. Tryggingastofnun beindi síðan þeim tilmælum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga að endurgreiða manninum meðlag umrædds mánuðar að fullu. Hugsanlegt er að ríkið hafi ofrukkað alla meðlagsgreiðendur. „Það voru engin sérstök skilyrði eða tilvik í þessu máli umfram einhver önnur svo ég get ekki betur séð en að þetta eigi við almennt og það sem meira er, þá hefur ógreitt meðlag verið notað til að skuldajafna gegn bótum hjá ríkinu. Ef menn skulda meðlag þá er til dæmis barnabótum til manna haldið eftir o.s.frv. þannig að þetta hefur auðvitað haft töluverð áhrif á greiðslur hér undanfarin ár, það er alveg klárt.“ Núgildandi barnalög eru fá árinu 2003 og Árni segir ljóst að núverandi fyrirkomulag hafi tíðkast lengi. Þeim spurningum er þó ósvarað hvort allir eigi rétt á endurgreiðslu og hversu langt aftur í tímann sé hægt að sækja slíkan rétt sé hann til staðar. Árni kveðst ekki vita hversu háa upphæð ríkið skuldi hugsanlega meðlagsgreiðendum samanlagt. „Þetta eru kannski ekki háar upphæðir fyrir hvern og einn einstakling, meðlag er um 25 þúsund krónur á mánuði í dag, en þarna er mikill fjöldi fólks undir sem hefur verið að greiða meðlag og í töluverðan tíma, svo þetta gætu verið þónokkrar fjárhæðir.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Ríkið hefur hugsanlega ofrukkað alla meðlagsgreiðendur um mánuðinn þegar börn þeirra ná 18 ára aldri, en þá lýkur framfærsluskyldu samkvæmt lögum. Meðlagsgreiðandi sem lét á þetta reyna fékk meðlag endurgreitt. Lögmaðurinn Árni Helgason lét á það reyna fyrir hönd umbjóðanda síns sem er meðlagsgreiðandi, hvort það stæðist að rukka fullt meðlag fyrir mánuðinn þegar börn ná átján ára aldri. „Það er að segja ef barnið verður til dæmis 18 ára tíunda þess mánaðar hefur Innheimtustofnun haft þann háttinn á að rukka fullan mánuð þrátt fyrir að það sé alveg skýrt í lögum að framfærsluskyldan sé einungis til 18 ára aldurs,“ segir Árni. Málið fór fyrir Úrskurðarnefnd almannatrygginga sem féllst nýlega á að um ofrukkun hefði verið að ræða. Tryggingastofnun beindi síðan þeim tilmælum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga að endurgreiða manninum meðlag umrædds mánuðar að fullu. Hugsanlegt er að ríkið hafi ofrukkað alla meðlagsgreiðendur. „Það voru engin sérstök skilyrði eða tilvik í þessu máli umfram einhver önnur svo ég get ekki betur séð en að þetta eigi við almennt og það sem meira er, þá hefur ógreitt meðlag verið notað til að skuldajafna gegn bótum hjá ríkinu. Ef menn skulda meðlag þá er til dæmis barnabótum til manna haldið eftir o.s.frv. þannig að þetta hefur auðvitað haft töluverð áhrif á greiðslur hér undanfarin ár, það er alveg klárt.“ Núgildandi barnalög eru fá árinu 2003 og Árni segir ljóst að núverandi fyrirkomulag hafi tíðkast lengi. Þeim spurningum er þó ósvarað hvort allir eigi rétt á endurgreiðslu og hversu langt aftur í tímann sé hægt að sækja slíkan rétt sé hann til staðar. Árni kveðst ekki vita hversu háa upphæð ríkið skuldi hugsanlega meðlagsgreiðendum samanlagt. „Þetta eru kannski ekki háar upphæðir fyrir hvern og einn einstakling, meðlag er um 25 þúsund krónur á mánuði í dag, en þarna er mikill fjöldi fólks undir sem hefur verið að greiða meðlag og í töluverðan tíma, svo þetta gætu verið þónokkrar fjárhæðir.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent