Ríkið ofrukkaði meðlag Hrund Þórsdóttir skrifar 19. október 2013 19:00 Ríkið hefur hugsanlega ofrukkað alla meðlagsgreiðendur um mánuðinn þegar börn þeirra ná 18 ára aldri, en þá lýkur framfærsluskyldu samkvæmt lögum. Meðlagsgreiðandi sem lét á þetta reyna fékk meðlag endurgreitt. Lögmaðurinn Árni Helgason lét á það reyna fyrir hönd umbjóðanda síns sem er meðlagsgreiðandi, hvort það stæðist að rukka fullt meðlag fyrir mánuðinn þegar börn ná átján ára aldri. „Það er að segja ef barnið verður til dæmis 18 ára tíunda þess mánaðar hefur Innheimtustofnun haft þann háttinn á að rukka fullan mánuð þrátt fyrir að það sé alveg skýrt í lögum að framfærsluskyldan sé einungis til 18 ára aldurs,“ segir Árni. Málið fór fyrir Úrskurðarnefnd almannatrygginga sem féllst nýlega á að um ofrukkun hefði verið að ræða. Tryggingastofnun beindi síðan þeim tilmælum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga að endurgreiða manninum meðlag umrædds mánuðar að fullu. Hugsanlegt er að ríkið hafi ofrukkað alla meðlagsgreiðendur. „Það voru engin sérstök skilyrði eða tilvik í þessu máli umfram einhver önnur svo ég get ekki betur séð en að þetta eigi við almennt og það sem meira er, þá hefur ógreitt meðlag verið notað til að skuldajafna gegn bótum hjá ríkinu. Ef menn skulda meðlag þá er til dæmis barnabótum til manna haldið eftir o.s.frv. þannig að þetta hefur auðvitað haft töluverð áhrif á greiðslur hér undanfarin ár, það er alveg klárt.“ Núgildandi barnalög eru fá árinu 2003 og Árni segir ljóst að núverandi fyrirkomulag hafi tíðkast lengi. Þeim spurningum er þó ósvarað hvort allir eigi rétt á endurgreiðslu og hversu langt aftur í tímann sé hægt að sækja slíkan rétt sé hann til staðar. Árni kveðst ekki vita hversu háa upphæð ríkið skuldi hugsanlega meðlagsgreiðendum samanlagt. „Þetta eru kannski ekki háar upphæðir fyrir hvern og einn einstakling, meðlag er um 25 þúsund krónur á mánuði í dag, en þarna er mikill fjöldi fólks undir sem hefur verið að greiða meðlag og í töluverðan tíma, svo þetta gætu verið þónokkrar fjárhæðir.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkið hefur hugsanlega ofrukkað alla meðlagsgreiðendur um mánuðinn þegar börn þeirra ná 18 ára aldri, en þá lýkur framfærsluskyldu samkvæmt lögum. Meðlagsgreiðandi sem lét á þetta reyna fékk meðlag endurgreitt. Lögmaðurinn Árni Helgason lét á það reyna fyrir hönd umbjóðanda síns sem er meðlagsgreiðandi, hvort það stæðist að rukka fullt meðlag fyrir mánuðinn þegar börn ná átján ára aldri. „Það er að segja ef barnið verður til dæmis 18 ára tíunda þess mánaðar hefur Innheimtustofnun haft þann háttinn á að rukka fullan mánuð þrátt fyrir að það sé alveg skýrt í lögum að framfærsluskyldan sé einungis til 18 ára aldurs,“ segir Árni. Málið fór fyrir Úrskurðarnefnd almannatrygginga sem féllst nýlega á að um ofrukkun hefði verið að ræða. Tryggingastofnun beindi síðan þeim tilmælum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga að endurgreiða manninum meðlag umrædds mánuðar að fullu. Hugsanlegt er að ríkið hafi ofrukkað alla meðlagsgreiðendur. „Það voru engin sérstök skilyrði eða tilvik í þessu máli umfram einhver önnur svo ég get ekki betur séð en að þetta eigi við almennt og það sem meira er, þá hefur ógreitt meðlag verið notað til að skuldajafna gegn bótum hjá ríkinu. Ef menn skulda meðlag þá er til dæmis barnabótum til manna haldið eftir o.s.frv. þannig að þetta hefur auðvitað haft töluverð áhrif á greiðslur hér undanfarin ár, það er alveg klárt.“ Núgildandi barnalög eru fá árinu 2003 og Árni segir ljóst að núverandi fyrirkomulag hafi tíðkast lengi. Þeim spurningum er þó ósvarað hvort allir eigi rétt á endurgreiðslu og hversu langt aftur í tímann sé hægt að sækja slíkan rétt sé hann til staðar. Árni kveðst ekki vita hversu háa upphæð ríkið skuldi hugsanlega meðlagsgreiðendum samanlagt. „Þetta eru kannski ekki háar upphæðir fyrir hvern og einn einstakling, meðlag er um 25 þúsund krónur á mánuði í dag, en þarna er mikill fjöldi fólks undir sem hefur verið að greiða meðlag og í töluverðan tíma, svo þetta gætu verið þónokkrar fjárhæðir.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira